Leita í þessu bloggi
mánudagur, mars 31, 2008
Skilaði mikilvægri möppu á föstudag, og er búin að liggja á hitapokum eða í baðkerum/heitum pottum síðan, alveg bókstaflega. Það er nokkuð fínt bara. Búin að horfa á fullt af myndum (t.d. Sin city sem ég hafði aldrei séð, frábær!), og lesa 2-3 bækur eða svo. Gera óteljandi sudoku-þrautir. Það er bara ekki hægt að liggja og gera ekki neitt. En ef ég geri eitthvað er mér illt svo.....Bara liggja, stay put, play dead, lie down, halda kyrru fyrir, vera ekki gera, hjammmmmm. Fór í einn göngutúr (stuttan) í dag. Búin á því eftir það, en samt gott að hreyfa sig aðeins. Verð að skoða líkamann í fyrramálið og kanna hvort ég eigi að mæta í vinnu. Hm. Hmmmmm. Hmmmmmmmm. Hugs.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli