Leita í þessu bloggi

sunnudagur, maí 11, 2008

Ég var að fatta dáldið: Djöfull eru ég og Elvar heppin, ha. Við notum hvorugt kredidkort, eigum bílinn okkar skuldlaust (thanks to pa og ma, váhvað það er ótrúlegt öryggi), ég er byrjuð að greiða yfirdráttinn minn niður um 10 þúsund á mánuði, bara lækkar heimildin ósjálfrátt og auðvitað á maður aldrei pen, hvort sem maður á 10 þús. meira eða minna á mánuði. Þetta segir sig bara sjálft. Þegar það er peningur þá er honum eytt. Þegar það er ekki peningur, þá bara reddar maður því öðruvísi. En aftur að heppninni. Ég og Elvar, sumsé, við bara finnum enga þörf fyrir að eiga allt. Pæliði í því. Ég á nóg af öllu, þarf ekkert nema bara kaupa mat öðru hverju. Sjitt hvað það er góð tilfinning, og Elvar er svo sniðugur í sér, alltaf að föndra eitthvað og búa til lausnir fyrir heimilið. Já, hann er fullur af lausnum, hann Elvar. Og ég er full þakklætis fyrir allt það yndislega fólk sem ég er umkringd af, sem hjálpar og hjálpar og þá er allt svo létt og gott. Er að pæla í að grisja geisladiskana mína og selja helling, kannski svona einn þriðja, allir fara á 500 kall. Byrja að flokka í kvöld, og læt vita hér þegar kominn er djúsí pakki til að bjóða í. Elska ykkur, farin út að ganga í vindinum.

Engin ummæli: