Leita í þessu bloggi
föstudagur, maí 09, 2008
Jæja, kominn tími á almennilegt blogg. Ég hef nú breytt ýmsu síðan ég var í Kína: Hef ekki þörf fyrir að drekka kaffi nema lítið og sparí. Í staðinn fæ ég mér grænt te, helst jasmínu, og drekk það án mjólkur og hunangs. Þetta gefur manni fína orku, og slær á löngun í skyndibita og sætindi í tíma og ótíma. Keypti mér 2 útgáfur af jasmínute, eina hversdags og eina sparí, sem er eins og innpakkað blóm sem opnast í glerkönnunni, ótrúlega fallegt. Tók prufu á hversdagsteinu í gær, og það má fá sér 5-6 sinnum af sömu laufunum yfir allan daginn, og teið verður síst verra. Blómateið var prufað í dag, og sama má segja um það. Dásamlega bragðgott og hægt að nota blómið aftur og aftur án þess að það verði verra. Sverrir bassaleikari er minn helsti gúrú í te-fræðum en hann kolféll fyrir tedrykkju Kínverja og fjárfesti í nokkrum leirkötlum og fleirra fíneríi. Trikkið er að hella öllu vatninu af hverri lögun svo laufin verði ekki römm. Ég keypti einnig ferðatekrús með síu efst, og plasthanka til að auðvelda burð, og er nú farin að ferðast um allt með grænt te með mér. Þetta er eins og sniðið að mínum þörfum, því ég er oft á síðustu stundu og tek þá bara te í krús sem ég get sötrað í rútu á leið í bæinn. Stússuðumst í útréttingum í Rey í gær og Kef í dag, og svo er það bara löng helgi í ró og friði og næsta bæjarferð á þriðjudag. Bakið mitt er með besta móti, og tel ég að nálastungumaðurinn minn hafi hreinlega gert á mér kraftaverk. Ætla að reyna að hitta hann aftur í næstu viku og láta hann stinga úr mér mengunina sem virðist hafa komið með mér heim frá Kína, í formi kverkaskíts sem fer röddinni minni nokkuð illa...Annars er ég hress. Eruði ekki hress?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli