Hvernig líður vika þegar maður deplar auga? Heyri í lóum, það er notarlegt. Rútu í Reykjavík á eftir, hitta fólk og teikna fólk og hlusta svo á fólk á tónleikum. Fólk, fólk, fólk snemma morguns, fólk, fólk, fólk, seint á kvöldin...Enginn latur í Latabæ, eða Vallarbæ. Það er komið sumar, 10 stig og sterkar vindkviður úti. Óliver er snillingur, sváfum yfir okkur í morgun, en hann er svo tjillaður og mikill töffari, að það var ekkert stress og bara gaman. Sko, þarna er lóukór aftur. Þetta ætti kannski bara að heita Lóuheiði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli