Já, það er skemmtilegt að velta fyrir sér smæð landsins okkar. Síðustu ár hefur tveimur söngkonum með sama nafni oft verið ruglað saman, enda stundum báðar verið að syngja á sömu safndiskunum eða tekið báðar þátt í sömu söngvakeppni. Önnur hefur þá verið nefnd Heiða Idol, því hún tók þar þátt, en hin verið kennd við hljómsveitina Unun eða útvarpsstöðina Rás 2 sem hún vann á. Dæmi: Hitti Heiðu. Söngkonu? Já. Sem var í Eurovision. Já. Og Idol? Nei, sem var í útvarpinu...
Nú hafa mál flækst all-verulega. Aðalheiður Ólafsdóttir er nefnilega byrjuð að vinna á Rás 2, og því er eitt enn sem við eigum sameiginlegt, við nöfnurnar. Þá er spurning um að ég taki bara af skarið og skrái mig í Idol, til að rugla nú alla endanlega í ríminu. Hvenær er næsta Idol?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli