Leita í þessu bloggi

mánudagur, maí 26, 2008

jæja, ekki vann nú spænska lagið, en skemmtilegt var það. júróvisjónpartýið okkar var líka skemmtilegt, og nú þarf ég að reyna að fara að sofa, en er andvaka af einhverjum ástæðum. sem er skrýtið, því ég svaf ekkert svo rosalega mikið í nótt (5-6 tíma kannski). Jamm, mánudagur á morgun og ég held ég eyði honum ekki til mæðu eins og segir í ljóðinu. Kemur Ljóni að knúsa mig og liggja oná hendinni minni. ætla að leyfa honum það og segja því góða nótt.

Engin ummæli: