Leita í þessu bloggi

mánudagur, júní 02, 2008

Ég var að lesa svo rosalega mikið á þessari síðu í gær: http://aftaka.org/

Mér finnst bara eitthvað mjög fallegt og frábært þar í gangi. Hópur fólks sem er ekki hrætt við að segja sínar skoðanir. Fólk sem hvetur aðra til að vera heldur ekki hrætt. Fólk sem er greinilega fært um að draga ályktanir eitt og óstutt og jafnvel gera hitt og þetta sem er svolítið á skjön við hinn venjulega veruleika, og auðvitað til þess að opna augu fólks fyrir því að allt ÞURFI EKKI AÐ VERA SVONA FASTMÓTAÐ og Í KÖSSUM. Íslendingar hafa hræðst róttækni gífurlega í gegn um tíðina, rétt eins og þeir hræðast að klæðast litsterkum fötum og kjósa sér fremur svartan klæðnað. Já, því miður, Íslendingar eru hræddir við að vekja á sér athygli. Ef einhver skyldi horfa, fordæma og jafnvel tala um mann.
Hins vegar er lausnin á þessu öllu sú að kæra sig bara kollóttan. Ef maður er hræddur á maður að gera eitthvað sem maður er hræddur við, og æfa sig í að verða alveg og að öllu leiti laus við þessa spéhræðslu og pempíuhátt sem hefur allt of lengi verið landslægur hér. Já, þetta hugsaði ég þegar ég las http://aftaka.org/ í gær, og ég er enn að hugsa það. Nú ætla ég að borða og svo bara verð ég að fara og gera eitthvað spennandi sem ég er hrædd um að ég eigi ekki að gera, en langar samt svakalega.

Engin ummæli: