Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, júní 18, 2008
Var í sundi áðan. Er 59 kíló. Langar ekki að vera 59, heldur svona 53-54. Er að spá í að hætta að borða kjöt svona smám saman. Svínakjöt er fyrst til að fjúka af listanum. Enda er talið að svín séu gáfaðri en hundar, og öskri hræðilega þegar þeim er slátrað. Bless, svín, ég reyni að borða ykkur ekki aftur. Já, verð líka að hætta að drekka bjór, sem er einstaklega fitandi. Ætla að halda mér við stöku rauðvínsglas, sem er líka gott fyrir hjartað. Já, unnar kjötvörur eru nú voða slæmar líka. Verst að ég á beikonbréf inni í kæli, sem sameinar að vera svínakjöt og unnin kjötvara. Má bjóða einhverjum beikon? Ég er bara búin að borða ávexti og ávextasafa, og drekka grænt te í dag. Ætla að fá mér meira te...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli