Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, júlí 02, 2008
Júlí-mánuður er sneysafullur af spennandi hlutum....Bráðum kemur gott veður, og ég fer á Humarhátíð á Höfn á föstudag, og Cheristoph og Nora gifta sig á Þingvöllum á sunnudag,...já,já. Alltaf ljúft í Skífunni á flugvelli. Mikið af góðu fólki sem kaupir hjá mér diska og myndir. Var að selja sætri stúlku The L-word og Pál Óskar. Öðrum myndarpilti After the gold rush með Neil Young. Hann sér hann á Hróarskeldu eftir tvo daga og ætlar að hita sig upp með diskinum. Mig langar líka að sjá Neil Young...En ég sá My Bloody Valentine síðasta laugardag og rosalega er það brjálæðislega góð hljómsveit. Er svöng. Gleymdi að borða kvöldmat. Fékk líka í magann og smá hita og læti...Þetta er íbelgogbiðublogg. Verður að hafa það. Nú er búðin tóm. Er að hlusta á nýju Sigurrós. Hressileg. Er að spá í að skella einhverju rokki á næst. Ætli Morðingjarnir sleppi rétt fyrir miðnætti hér, og allir þreyttir? Prufa bara lágt og sé hvað gerist. Mikið stökk, Sigurrós og Morðingjar. Sigurrós ætti að fá Morðingjana til að hita upp fyrir sig, bara upp á fönnið, svona extreme-stökk eitthvað. Hér með óska ég líka eftir að spila með Morðingunum í Keflavík, á Paddy's. Þegar fjögur Hellvar lög eru klár, spilum við næst, og tökum þau þá líka. Kannski í águst, ef ég og Elvar spýtum í lófana og riggum upp trommum á þau tvö sem vantar uppá? En nú segi ég bless, og ég er að spá í að fá mér annað hvort einn beilís, einn bjór eða einfaldan viskí, er ég kem heim klukkan eitt. Nightcap, fyrir svefninn. Kannski er viskí best til að drepa magabakteríu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli