Leita í þessu bloggi

mánudagur, júlí 07, 2008

Óliver og Andri úti að leika, rak þá út í góða veðrið eftir að ræningjaleikur og njósnaraleikur og lögregluleikur og bardagaleikur voru farnir að vera fremur háværir og bögga köttinn. Annars þarf ég að komast til Reykjavíkur að degi til og anda að mér menningu. Ég kom heim frá útiálandinu eftir hádegi í dag, og verð bara að komast í einhvers konar "bæ" og niðri í bæ Reykjavík verður að duga. Þá er það bara hið góðkunna spýt í hina góðkunnu lófa, sund í fyrramál, rúta í bæ, email og skrif og tölvudót og svoleiðis á kaffihúsi. Ætti að hressa stúlkuna aðeins við svo hún festist ekki bara í ekkertinu. Það er sumsé orka sem vantar í mína, og svoleiðis fæ ég úr umferð og erli og mannlífi og látum. Merkilegt en þetta virkar alltaf!!!

Engin ummæli: