Leita í þessu bloggi
mánudagur, júlí 14, 2008
Mánudaginn....mánudaginn! Borðuðum grænmetisborgara og Kurrywurst mit pommes und mayo í kvöldmat, Cristoph, Nora, Jako Kári, Kjartan, Svala, Óliver, Elvar og ég. Allir saddir, átta manns. Nú er uppþvottavélin og þurrkarinn á fullu, Jako Kári, Óliver, Kjartan og Nora úti á trampólíni, Elvar, Cristoph og Svala að tjilla, og ég að blogga. Á eftir ætla krakkarnir að horfa á eina mynd og svo fara þau upp á flugvöll klukkan tíu, og fljúga aftur heim til Frankfúrt. Ég er ekki að vinna í kvöld, vinn annað kvöld. Er að spá í að reyna að mála svolítið á eftir. Það er líka skýjað og rigning stundum (ekki akkúrat núna samt). Fullkomið að vera inni hjá sér og dunda. Það væri æði að hlusta á plötur og mála smá í kvöld, kannski eftir að ég hef lesið eins og einn kafla fyrir Óliver úr Harry Potter og fangarnir frá Azkeban...Gott tjill hér, en samt nóg að gera.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli