Leita í þessu bloggi
föstudagur, júlí 11, 2008
Föstudagur enn á ný. Gerði fullt og geri enn. Skemmtilegt að vera í rey á bíl...hefur ekki gerst lengi. mamma splæsti í Benzin, (takk mamma, veit þú er að lesa). Leið eins og unglingi, að keyra á milli staða og útrétta. Fara með reikninga, rukka inn endurgreiðslu (vonandi) frá Icelandair, fyrir dýrt flugvallarhótel sem við neyddumst til að taka vegna seinkunnar flugsins til Manchester. Sundbolakaup (endurgreitt af íþróttahúsinu á Vellinum, þegar vatnskreistivélin reif bolinn minn í tætlur)...Jájá, og svo var bara klukkan að verða fimm og ég því á Hressó aftur, ekki þjóðarbókhlöðu, því hún lokar víst snemmish á fös. Hey, það er bolaveður í Rey. þótt sólarlaust sé. Um 15 stiga hiti og logn. Spjallaði við götuspilara frá Þýskalandi sem var að spila Another Brick in the Wall-sólóið fyrir utan 10-11 þegar ég keypti mér ávexti þar....Sagði að það væri gott að spila á Íslandi, hann hefði gert þetta um áraraðir í Köben, og nú væri allveg steindautt og handónýtt að spila þar, því Sígaunaklíkur tröllriðu nú öllu, og allir danir komnir með leið og gæfu götuspilurum því lítið sem ekkert. Hann kunni alveg sólóið, var bara nokkuð fær, allavega slarkfær. Hann var samt hættur þegar ég kom út, og því gat ég ekki gefið honum. Hann verður samt fös. lau og sunn. fyrir utan 10-11 í austurstræti í sumar, svo endilega henda klinki í hann, því það er svo gott fyrir stemmninguna að fólk vilji spila hér á Íslandi. Böskdjobbið er ekki auðvelt starf, hef reynt það sjálf. Ótrúlega erfitt að byrja, og sitja kannski lengi áður en fólk fer að gefa pening. En þetta er starf eins og hvað annað, og mjög gefandi, því það er svo gott að heyra flott lag kannski á föstudagseftirmiðdegi þegar stress og læti eru í gangi, og maður gengur kannski blístrandi í burtu. Mjög gaman bara. Nú: Smá pólitískur lestur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli