Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, júlí 23, 2008
Áorkaði að taka smá til, sofa helling, "elda" þríréttaða hráfæðismáltíð og fara í langt bað í dag. Semsagt ultimate slæpingur. Nú er ég í vinnu í Skífu Leifsstöð, og er að spá í að koma við hjá ketti foreldranna og segja smá hæ eftir vinnu, og fara svo út að labba hjá Garðskagavita, enda er ég ekki vitund þreytt. Á morgun á ég að mæta klukkan 10 í popppunkt hjá Doktornum á Rás 2, og verð ég í liði með Elízu söngkonu, en saman skipum við lið keflvískra söngkvenna. Á móti okkur keppir lið sumarsmellahöfunda, og er Ingó í Veðurguðunum og einhver einn úr hinni prýðilegu Múgsefjun í því liði. Eins og mig langar að vera þreytt er ég það ekki, enda enn að reyna að snúa við sólarhringnum eftir að ég vakti til átta aðfararnótt sunnudags, í skemmtilegasta brúðkaupi ævi minnar, hjá Rósu Bjarna, minni ástkæru frænku. En Garðskagavitalabb er ágætt til að þreyta og tæma huga líka, eitthvað sem ég þarf, og hvílíkt frelsi að geta farið í göngutúr að nóttu til. Enda Elvar í sumarbústað og Óliver líka, í sitthvorum samt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli