Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, júlí 24, 2008

Samarendra Das er indverskur aktívisti, rithöfundur, og
kvikmyndagerðamaður. Hann er afar fróður um
áliðnaðinn og getur fjallað um hann frá fjölmörgum sjónar-
hornum; t.d. tengsl hans við menningarleg þjóðarmorð í
þriðja heiminum í tengslum við báxítgröft, tengsl hans
við hergagnaiðnaðinn og stríðsrekstur, og almennt um
hnattrænar afleiðingar hans.

Þessa dagana stendur Samarendra aðallega í baráttu fyrir
réttindum innfæddra í Orissa-héraðinu á Indlandi, þar
sem fyrirhugaður báxít-gröftur námufyrirtækisins Vedanta
mun leiða af sér menningarlegt þjóðarmorð, ef af honum
verður.
Hinn 22. júlí síðast liðinn var hann í Friðarhúsi og fjallaði sérstaklega um tengsl áliðnaðarins við framleiðslu hergagna
og stríðs.
Í gær, 23. júlí, var hann ásamt Andra Snæ Magnasyni í Reykjavíkurakademíunni, Hringbraut 121 og stýrði umræðum sem brjóta á bak aftur goðsögnina um svokallaða
"hreina" og "græna" álframleiðslu hér á landi.

Í kvöld verður Samarendra Das í Reykjanesbæ og talar á Hafnargötu 22, efri hæð, klukkan 19.30. Eflaust verður málefni svæðisins í brennidepli, og rætt um hugsanlegar framkvæmdir í Helguvík.

Engin ummæli: