Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Ókey, það þyrmir yfir mig hérna og ég verð bara að skrifa þetta hér og hvetja fólk til að gera eitthvað. Ég verð að gera eitthvað. Íslenskt efnahagslíf er í rúst og það er sitjandi ríkisstjórn að kenna. Svo virðist sem Geir sé bara glottandi karl á einhverju pávertrippi og sjálfstæðisflokkurinn brosi með því fólkið í honum, klíkan á Íslandi, séu öll það helvíti vel stæð að þau finni ekki fyrir núverandi efnahagslægð. Fólkið í landinu finnur hins vegar vel fyrir minnkandi kaupmætti, og verðtryggðum lánum sem fara hækkandi, en einhvern veginn er sjálfstæðisflokkurinn alltaf endurkjörinn. Ég mæli því með að fólk sem vill breytingar láti vita af þeirri ósk sinni.

Fáið ykkur gömul lök eða sængurver og spreyjiði slagorð á þau og hengið á áberandi stað. Fínn staður er til dæmis út um stofuglugga eða á svalir heima hjá ykkur. Ykkar húsnæði og því ekki bannað. Látið skoðanir ykkar í ljós.

Hugmyndir að slagorðum:
Efnishyggja gerir ríkt fólk ríkara, hinir tapa allir.
Burt með sjálfstæðisflokkinn sem hugsar meira um banka en fólk.
Niður með kapítalismann!
Peningar eiga ekki að stjórna í heiminum.
Það er bara lítil klíka að græða - við hin erum á kúpunni!
Af hverju kjósum við alltaf sama ruglið yfir okkur?
Afnemum vísitölutengd lán.
Góður stjórnmálamaður býr til jafnvægi, ekki glundroða.
Hættið að selja ríkisstofnanir.
Ekki meiri einkavæðingu.
Hvenær fáum við stjórn sem hægt er að treysta?
Hægri stjórn eykur á stéttarskiptingu í landinu!


Finnið upp ykkar slagorð. Vill einhver vera svo vænn að gera þetta? Ég á gamalt sængurver og ætla að kaupa svart sprey á morgun.
Almenn mótmæli og fjöldamótmæli gefa allavega stjórnvöldum tóninn, og algjör óþarfi að taka bara endalaust við yfirlýsingum frá glottandi Geir um að allt sé í lagi, því bankarnir skili hagnaði. AUÐVITAÐ skila þeir hagnaði, lánin okkar eru vísitölutengd. En ég ét ekki fyrir hagnað bankanna.
Sko mitt slagorð: Ég ét ekki fyrir hagnað bankanna!

Engin ummæli: