Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Skrifstofa Hressó í fullum gangi í dag. Elvar að vinna tónlist og ég að leita að efni á veraldarvefnum. Grænt te og teppi um leggi ásamt ullarsokkum til að íslenska sumarið drepi mann ekki úr kulda. Er sumarið kom yfir sæinn, og sólskinið ljómaði um bæinn var gaman að vera til. En er sumarið farið og sólskinið hætt að ljóma? Vona ekki. Minnst uppáhaldið mitt er sólarleysi og lágt hitastig. Dreymdi reyndar snjó og kerti í vetri í nótt, og vona hreinlega að það hafi ekki verið spádraumur um næstu viku. Er hægt að vera háður sólskini? Ef svo er, er ég það kannski.... Í þessum rituðu orðum braust sólin út úr skýjunum, til að sanna fyrir mér að sólskinið er ekki hætt að ljóma um bæinn. Ég meina, það er nú alveg mánuður eftir af sumri, ha. Er þa'ggi alveg örugglega???

Engin ummæli: