Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, september 23, 2008

búin að kynnast því að stundum er bara það mikið að gera að alls kyns smáhlutir eins og blogg láta einfaldlega undan. Hráfæði er líka látið mæta afgangi, því það vinnst hvorki tími til að undirbúa eða tími til að fara í búð og kaupa það hráefni sem þarf. Á reyndar slatta í skúffunni minni og ætla að reyna að vera dugleg að vinna aðeins úr því um helgina næstu. Það verður óneitanlega minna að gera næstu helgi en þá síðustu, því þá var ég smá lasin, en fór samt í eitt ljósmyndaverkefni og á tvenna tónleika á laugardagskveld, og svo var sjö ára afmæli ólivers fagnað nær allan dag og framm á kvöld á sunnudag. vel gert. Djöfull var ég mygluð í allan gærdag. Nú er ég í 8.15 rútunni (sem kom um hálf-níu upp á völl) og verð því allt allt of sein í skólann minn í dag. En ég bara hreinlega missti af 6.55-rútunni. Það er bara voða erfitt að vakna klukkan 06.20 til að ná að gera allt og pissa og borða og allt áður en rútan fer. Hálf-7 dugar ekki, sannreyndi það í morgun. Blablabla. Lúxusvandamál, ætti að þakka fyrir að hafa aðgang að þessum fínu rútum alls ókeypis, og meira að segja með nettengingu. Er að hlusta Celestine, shitt hvað hún er vekjandi í morgunsárið. Módelteikning bíður mín, og listasaga eftir hádegi. sjámst.

Engin ummæli: