Leita í þessu bloggi

mánudagur, október 20, 2008

Jæja, afstæði hlutanna er gífurlegt. Maður er hættur að skilja upp né niður í neinu. Minnstu áhyggjurnar mínar eru allavega þær að ég hafi misst viku úr skólanum vegna þess að ég barðist við að halda heilsu á meðan ég söng 5 gigg á fjörum dögum. Airwaves-hátíðin var með allra skrýtnasta móti, en hún var einhvern vegin um allt annað en nokkru sinni fyrr. Hún var um að þrauka og halda áfram, þrátt fyrir þjóðfélagsaðstæður. Hún var um að vera með vinum sínum og hlæja saman, þrátt fyrir allt. Hún var um að reyna að gleyma sér, og fá smá umhugsunarfrest frá "hinum" heiminum, þ.e.a.s. hinum gráa raunverulega. Arthur Schopenhauer sagði að maður kæmist út úr gráa hversdeginum með því að hlýða á, eða leggja stund á tónlist eða aðrar listir, og það er akkúrat það sem þessi Airwaves-hátíð var um. Ég reyndi að sjá gigg hjá öllum sem mér þykir vænt um, þótt ég hafi náttúrulega ekki getað séð alla vini mína, sökum tímaskorts. En ég sá Bíbí í Singapore Sling, Sigrúnu og Magga Axels í Dýrðinni, Elizu með sólógigg, Bjössa og Sigga í The Pen, Elvar,Loft,Sigga og Stebba í Dys, hressuogskemmtilegu strákana í Sagtmóðigi, og marga fleirri. Náði reyndar ekki að sjá Curverinn í Ghostigital eða Guffann í For a Minor Reflection, en tíminn er alltaf takmarkaður. Ég er stolt af öllum þessum ótrúlega duglegu íslensku tónlistarmönnum sem hafa unnið kauplaust svo árum skiptir, bara af því bara. Þegar harðnar í ári er tónlist, tónleikahald og listin sjálf kannski enn mikilvægari sem tæki til að fá útrás, komast í burtu, gleyma sér. Ég veit ekkert hvernig þetta verður, en veit að þetta bara hlýtur að reddast. Einhvern veginn. Mér finnast kartöflur og súpukjöt gott á bragðið og það verður bara fínt að éta það og soðinn fisk sem maður kaupir niðr'á bryggju. Á hlý föt, á mann, á barn, á vini, er með þak yfir höfuðið, svo bara gerir maður sitt besta. Það er víst ekki hægt að gera meira en það.....

þriðjudagur, október 14, 2008


Hellvar playes tonight, 14.10, in Kaffi Hljómalind, Laugavegur. Gig starts 20.00
Hellvar playes tomorrow, 15.10, in Tunglið (The Moon),in Airwaves, gig starts 19.30
Hellvar playes thursday,16.10, in the Kimi Records Office, Smiðjustíg, gig starts 17.00
Heiða playes friday 17.10 in Rósenberg a troubadour-gig as part of Trúbatrix at 16.30
Dys (Elvar's punkband) playes saturday, 18.10, in Kaffi Hljómalind, gig starts 17.30
Show upp to all those gigs and you will get a secret award (very special!)
Komdu á alla þessa tónleika og þú færð leyni-verðlaun (mjög sérstök!)

mánudagur, október 06, 2008

Lag dagsins: Help með Bítlunum, dedicated to Ríkisstjórnin:

laugardagur, október 04, 2008

Erum á Snæfellsnesi í orkusöfnun. Komin með slatta, enda bæði búin að fara út í göngutúr klukkan 09.00 í morgun, og prufa ölkelduvatnssundlaugina á Lýsuhóli. Er búin að vera á leiðinni að prufa hana síðan sirka 1987. Varð bara alls ekki fyrir vonbrigðum. Það er reyndar aðeins minna gos í vatninu en ég hafði ímyndað mér, en samt bragðaðist vatnið eins og heitt sódavatn og maður fann smá svona kitl á húðinni. Synti helling og það var ævintýralega fallegt ofaní lauginni. Hefði viljað hafa þarna vatnsmyndavél, því ofaní voru grænir brúnir og svartir litir, og svo komu sólargeislarnir niður í vatn. Útkoman varð mjög draugalegt og gothic eitthvað. Verulega kúl lúkking. Taka upp myndband þarna ofaní, það er málið. Drífa sig í því áður enn allt er renóverað eins og virðist gerast nær alltaf þegar maður hefur fundið eitthvað svona gamalt og gott. Tók fullt af svarthvítum myndum á filmuvélina, svakalega spennandi að sjá hvernig þær koma út. Er að fara að elda, svo fæ ég mér eflaust ölsopa og áframhaldandi spjall við Kela og Elvar í kvöld. Við spjölluðum til 3 í nótt, um tónlist, sköpunargáfu, neista innaní fólki, vinnustofur versus hugmyndaflug og margt margt fleirra. Langaholt er æææææææðislegt gistiheimili, mæli með því fyrir alla. Reyndar ekki opið á veturna nema fyrir 10 manns í einu, en bara skella sér næsta sumar. Útlönd hvað? Snæfellsnes og jökull og ölkeldusund og afslöppun. Ég segi nú bara eins og Væla Veinólínó: Ha, Ha, ég hlæ!

miðvikudagur, október 01, 2008

sólin kostar ekkert. ekkert veður kostar enn neitt. njóta veðurs í öllu formi. það kostar ekkert að anda heldur...enn að minsta kosti. kostar ekkert að sofa. Mmmmm það er ókeypis lúxus að sofa soldið.........restin kostar.....nei ekkert að kyssast og elskast. ennþá hefur þeim ekki tekist að verðleggja og skattleggja þann munað!!!!!