Leita í þessu bloggi

laugardagur, febrúar 07, 2009

Já, áfram með moðerfokking smjörið! Það þýðir ekkert að vera með fögur blogg-fyrirheit og koksa svo strax á því. Ég er á leið í sundoggufu í nýrri Sandgerðislaug með Elvari! Mæli með þessu og þar er líka sækadelísk rennibraut (segji ekki orð um það meir, það þarf bara hver og einn að reyna hana á eigin skinni) Gunni, kemuru ekki bara með familíuna næstu helgi, ha? Sund í Sandgerði og svona......
Annars langar mig ennþá rosalega mikið að hafa þátt á Rás 2. Plata vikunnar hjá mér er hin stórkostlega samnefnda fyrsta plata hljómsveitarinnar Toto, sem kom út árið 1978. Ég eignaðist hana ásamt 10 öðrum plötum á fimmtudaginn. Það var mamma sem gladdi mig með því að finna plötukassa á markaði til styrktar körfuboltadeild Keflavíkur, og hringdi hreinlega í mig og ég fékk að velja það sem var spennandi í gegn um mömmu. Vá, hvað ég á frábæra mömmu!
Allavega, lagið Goodbye girl er með skemmtilegri lögum sem ég hef hlustað á siðustu mánuði og verður að vera mitt uppáhalds. Dansaði meira að segja við það í eldhúsinu þegar ég vaknaði áðan. Hér er það!

Engin ummæli: