Þoli ekki alla þessa lélegu bloggara sem ég þekki,sem eru svona afskaplega fínir bloggarar en nenna því ekki núna. Þeim til heiðurs ákvað ég að blogga nú sjálf reglulega, því það er ekki nóg að gagnrýna hina. Maður verður sjálfur að standa sig í stykkinu, þótt maður hafi ekkert að segja. Annars spilaði ég rafmagnað trúbadoragigg í fyrsta sinn á ævinni áðan (ég veit, Billy Bragg var soldið í því...og já, Bob Dylan var einn sá fyrsti sem notaði rafmagnsgítar á trúbadoraprógram). Ekkert er nýtt undir sólinni, en þetta var mitt fyrsta skipti. Tel að það hafi gengið vel, þótt krádið væri soldið lost yfir því hversu skrýtið þetta hljómaði. Elvar sagði að á tíma hefði hrátt óverdrævsándið í gítarnum náð að jaðra við noice, svo ég er mjög sátt. Spilaði fjögur óútkomin lög: You, Temporality, Fangaðu mig og Sú er sæt. Fílaði mig eins og Neil Young, þótt ótrúlegt megi virðast. Fannst þetta eitthvað svona Crazy Horse-legt.
Langar að vera með útvarpsþátt. Óli Palli: Ef þú lest bloggið mitt er ég með þrusu-hugmyndir að útvarpsþætti....Er þetta ekki langsóttasta leið ever til að sækja um vinnu á RÚV????? Spennandi, kannski virkar þetta bara.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli