Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, mars 18, 2009

Er að blogga með grátt skrýmsli á vísifingri hægri handar sem ég fann í kassa með dóti. Mæli ekki með því. Ótrúlega finnur maður mikið fyrir því hvað allir fingurnir eru mikilvægir þegar einn þeirra er svona skrýtinn. Sérlega ervitt að gera Ý´´yýýý. ufsilon í, semsagt. Kaffi er gott, og þessi dagur er búinn að vera svona lausir endar sem eru að festast-dagur. Kannski komin með djobb nmæsta sumar. Fæ meiri verk. sem eru borguð. Er að fylla út e-r skjöl til að reyna að fá frystingu e-a lána. Fór í jóga og bakið þoldi það með besta móti. Fór í labbitúr hjá vatnstönkunum og fann lykt af vorinu. Er að að fara að taka til meira í vínil- og geisladiskum og selja það sem ég nota ekki, (sem er smá af vínin, þar sem ég á 2, eða bara hef fengið gefið og fíla ekki, og HELLINGUR af cd, sem ég á núna á vínil, og/eða fékk gefins eða er hætt að hlusta á. Búin að panta kolaportsbás á kompudegi þann 28.mars!!!!!!!!!! Ætla að gera flotta auglýsingu í fótósjopp og setja hér þegar nær dregur, og dreyfa líka um allt. En stimpliði inn daginn. Verð líka með föt og bækur og smáhluti og galdra og sel óskalög á 50 kall stykkið. Hahaaaahhhhnhnhnha, þetta verður gaman. Og músó að fara að bresta á í ofanálag. Sveimér þá. Jahérna hvað það verður nú gaman.

Engin ummæli: