Gleðilega helgi. Ekki nema svona 7 hlutir sem ég þarf að massa og gera í dag, en ef ég næ ekki neinum (eða ekki öllum) er ég ekkert að fara að fá áfall neitt. Svona er ég nú afslöppuð og róleg í dag, enda svaf ég út og sit hér með kaffi og blöð og tölvu í rúminu, enn á nærbrókunum einum fata.....Já föstudagar eru til að njóta og það er ég að gera. Sendi ykkur fullt af njóti í gegn um tölvuskjáinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli