Ég er ekki alveg viss hvað ég gerði um helgina, en mér finnst að það hafi örugglega ekki verið neitt hættulegt. Ég las reyndar glæpasögu í baði...sem gæti endað ílla. En annars fór smá tónlist í gegn um systemið á föstudagskvöld og svo var opnun kosningaskrifstofu á laugardag, en tekið rólegt sjónvarpskvöld á laugardagskvöld. Á sunnudag fóru Elvar og Óliver í bíó en ég í leikhús. Þeir á Þessa og ég á þetta
Já reyndar er Rústað með óhuggulegri hlutum sem ég hef á ævinni upplifað, en að sama skapi mjög eftirminnilegt og alls ekki tilgangslaust ofbeldi og þ.a.l. tilgangslaust leikrit. Áhorfandanum er dálítið stillt upp og hann minntur á hvernig heimi við búum í. Allavega langaði mig bara að fara heim í fjölskylduknús um leið og sýningin var búin, og mig langar eiginlega bara enn að vera heima í fjölskylduknúsi. Svo líklega hefur þetta verið nokkuð góð helgi bara. Ég ætla að skreppa í bæ eftir hádegi og vera samt ekki of lengi. Rétt að kíkja á nokkra staði. Svo ætlar Elvar að elda bleikar fiskibollur í kvöld sem hann lofar mér að verði sælgæti...Spennandi
Engin ummæli:
Skrifa ummæli