Leita í þessu bloggi

sunnudagur, apríl 05, 2009

Bróðir Svartúlfs vann Músiktilraunir 2009 og á það fyllilega skilið. Enn einar Músiktilraunir að baki og lífið því hætt að snúast um að hlusta eftir sneriltrommu til að velta fyrir sér hvort trommari sé nógu þéttur eða fabúlera um fingrafimi gítarleikara. Ég fæ alltaf það syndróm að fara að hlusta bara á trommur í lögum eftir að Músiktilraunir eru búnar. Ég er nörd, já ég veit. Það er ein hljómsveit sem komst ekki á verðlaunapall sem mig langar að benda sérstaklega á, og það er sveitin Spelgur. Tvær stelpur með ótrúlega spennandi tónlist. Söngkonan er sykursæt í útliti og rödd en semur verulega twisted texta sem hún flytur án þess að bregða svip. Mjög mikið David Lynch, eitthvað. Sem er gott. Aldrei nóg af eerie-weird-nessi í heiminum.
Fylgjast með Spelg, Annars er Bróðir Svartúlfs, Ljósvaki og The Vintage allt eðal-gott stöff og úrslitin í ár voru virkilega ánægjuleg.
Takk fyrir mig, íslensk tónlist.

Engin ummæli: