Leita í þessu bloggi
föstudagur, apríl 03, 2009
ég las fyrir börn í leikskóla í dag. það tókst afskaplega vel og var hreint ljómandi skemmtilegt. nú er ég að hanga í tölvu og tjilla, en eftir smá tíma náum við í þýskar stelpur sem ætla að eiga stutta viðdvöld hjá okkur áður en þær halda út á land í heimsókn til annarrar þýskrar stelpu sem gisti hjá okkur um daginn....flókið? Nei, í rauninni ekki. Heimurinn er eitt gistiheimili þar sem allir þekkjast eða þekkja einhvern sem þekkir einhvern og svo framvegis. Við leyfum fólki að gista hjá okkur og fáum að gista hjá þeim (eða vinum þeirra) seinna. Svona er hægt að kynnast fólki og heiminum og leika sér og gleðjast saman, án þess að taka þátt í kapítalismanum. Á sunnudag kemur Christoph vinur okkar við hjá okkur eftir að hafa verið í vinnuferð á Akureyri um helgina, en hann fer aftur á mánudagsmorgunn. Svo er snillingurinn, hinn belgíski Wim Van Hooste nýkominn til landsins og mætti á Hellvar-giggið í gær. Hann verður á Nokia-on-ice hátíðinni um helgina, og á músiktilraunum á laugardag og fer svo á Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Þar fer maður sem kann að meta tónlist. Heimurinn er fullur af frábæru fólki sem bíður eftir því að þú kynnist því.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli