Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, apríl 30, 2009

í dag: reyna að gera sem flest það sem gerir góðan dag að góðum degi. Sund, gufa, heiturpottur fyrir bakið mitt, petsociety fyrir barnið í mér, söngæfing fyrir tónlistarmanninn og (vonandi) bíóferð með pabba fyrir bíónördinn og litlustelpudótturina í mér í kvöld. Fyrirhuguð er ferð á Me and Bobby Fisher sem ég er mjög spennt fyrir. Áður höfðum við pabbi skellt okkur saman á Draumalandi og ég verð bara að hvetja ALLA til að sjá hana. Hvaða skoðun sem þið hafið á álverum og náttúruvernd þá er eiginlega mjög gott að sjá þessa hlið málsins. Bókin er náttúrulega líka frábær og svakalega gott að vita að það er enn til fólk á Íslandi sem reyknar ekki virði hlutanna út í krónum, heldur raungildi. Bobby Fisher er svo bara must því hann var einmitt maðurinn sem rambaði á línu snillings og geðsjúklings. Eða hvað? Kannski var hann bara ekkert geðveikur heldur of þröngsýnn heimur sem hann og við búum í. Það er í eðli snillinga og listamanna að sjá hluti sem eru svo langt í burtu að hinn almenni meðaljón kemur engan vegin auga á þá. Þess vegna eru þeir litnir hornauga og fá ekki viðurkenningu fyrr en löngu síðar þegar framtíðin og menning hennar sér loks um hvað þeir voru að tala.
Framsýnir listamenn og snillingar fá ekki viðurkenningu samfélagsins sem þeir lifa í, en það fá þeir sem eru afburðar-eitthvað, þ.e.a.s. skara fram úr meðaljónunum, en eru þó með tengingu í þann raunveruleika sem þeir búa í. Meðaljóninn skilur nefnilega hvað slíkir menn eru að segja því þeir sjá það og stefna þangað sjálfir. Þegar snilligáfu lýstur niður einhvers staðar er viðkomandi álitinn í besta lagi sérvitur og skrýtinn, og í versta lagi hættulegur og geðsjúkur og lokaður inni. Sagan hefur ótal dæmi um slíkt.....Hvenær lærum við þetta????

Engin ummæli: