Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, apríl 28, 2009
Er búin að vera að horfa á svínaflensufréttir á Skynews. Allur morguninn hefur farið í að pæla aðeins í því hvort/hvenær þessi flensa kemur hingað til landsins. Komst að þeirri niðurstöðu að við værum bara einstaklega heppin að búa á eyju, og mun færri hafa efni á að ferðast akkúrat núna þannig að hættan er þó allavega minni. Elvar talaði um að þeir með góð ónæmiskerfi væru í meiri hættu því vírusinn vinnur þannig. Ég er þá í lítilli hættu, og við öll í fjölskyldunni, því ónæmiskerfin okkar hafa verið í klessu allan tímann sem við höfum búið hér á vellinum. Semsagt, enn meiri heppni. Þetta hljómar svolítið Pollíönnu-lega, en sorry, þetta eru staðreyndir. Það kemur bara berlega í ljós þegar um alvarlega sjúkdóma eða styrjaldir er að ræða að það er fínt að vera aleinn úti í miðju ballarhafi. Til að halda upp á þetta er ég farinn út á Garðskagavita að ganga í roki og rigningu. Hver vill koma með?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli