Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, apríl 16, 2009

Vöknuð og í prýðilegri svefnvenjum en ég hef lengi verið. Það er að segja sofnaði rúmlega ellefu í gær og fyrir ellefu hinn daginn. Þannig að vaknið mitt klukkan korter yfir sjö báða dagana var ekki erfitt. Í gær las ég fyrst auglýsingu, svo mætti ég á Vatnsstíg til að sýna hústökufólki samstöðu og veita styrk, svo tók ég pulsu og át bensín (eða öfugt) og svo keyrði ég á Selfoss þar sem ég hitti Arndísi hina stórkostlegu kraftaverkakonu sem er í öðru sæti á lista V.G. í suðurkjördæmi. Saman fórum við á Sólheima, (nýta bílana betur og fá félagsskap í leiðinni) þar sem einn fulltrúi úr hverjum flokki var boðaður í opinn stjórnmálafund og þar stóð hún sig með prýði en ég tók myndir. Athygli vakti að fulltrúi Sjálfstæðismanna mætti hvorki né boðaði forföll og þykir það í meira lagi undarleg hegðun hjá flokknum. Það er greinilegt hvar forgangurinn liggur þar á bæ.

Engin ummæli: