Leita í þessu bloggi

föstudagur, maí 22, 2009

Líf mitt er í kössum. En á meðan ég hef bókina sem ég er að lesa á visum stað, gleraugun mín (læri af mistökum annarra ónefndra flytjara!!!), smá mat á vísum stað og rúm að halla mér í er ég góð. Íbúð nýja er nú fallegri en orð fá lýst. Á eftir að skúra þar gólf og þrífa eldhúsinnréttingu og þá getum við farið að henda inn einhverju dóti þar. Pípari kemur á mánudag og tengir baðkar, en við getum gert allt klárt um helgina fyrir það. Flutningar miðast við þegar baðkar er tengt, seinnipart mánudags eða á þriðjudag. Hver vill koma í sund með mér einhvern tíman í dag?

Engin ummæli: