Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, maí 19, 2009
Stundum líða margir dagar án þess að maður átti sig neitt á hvað tímanum líður. Sé það svo þegar ég er að fara að blogga og sex dagar eru farnir.....Það var þó eitthvað smá gert á þessum tíma. Fórum á Laugarvatn og gengum og syntum og grilluðum og átum og sóluðum okkur og júróvisjuðum alveg í botn. Grunnuðum veggina í íbúðinni okkar (lauk í gær), færðum smá dót úr einni íbúð í aðra....(ATH smá dót ekki smádót), mest af dótinu okkar er þó ekki komið niður í kassana sem Thelma lánaði, en ég er að bíða eftir Mary Poppins-attacki. Það kemur á eftir og þá svífa hlutir fyrirhafnarlaust og koma sér fyrir. Er líka með gras/frjókorna-stíflu í nefi og bólgin augu....sá tími ársins. En það er pínötts, og auðvelt að díla við. Er orðin dáldið brún af útiveru í sólarblíðu. Elska líka sólina, hún gerir allt svo hlýtt og mjúkt og notarlegt. Við ætlum að velja málningu á eftir: Líklega einhvers konar hvítt sem aðallit, nema á herbergi Ólivers sem tilkynnti í gær að hann vildi gult herbergi, það er frábært. Svo ætlum við að skoða að hafa einn vegg bláan í stofunni, smá tribjút til Belforterstrasse 18, og svo erum við að spá í að mála veggina á bak við hillurnar og listana neðst í eldhúsinu seventís, dökk-appelsínugula. Jámm. En hvernig hvítt? Hvítt með rauðu, hvítt með bláu, hvítt með gulu, hvítt með brúnu???????Það eru til endalaus blæbrigði: Beinhvítt, antíkhvítt.....Kannski vel ég bara flottasta nafnið og kaupi það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli