Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, júlí 01, 2009

Þá er kominn dagurinn áður en maður fer til útlanda. Ég er ótrúlega sátt við að fá að hverfa í burt þótt ekki sé nema stutt. Það er svo margs sem ég sakna við Berlín, eins og til dæmis lyktarinnar í neðanjarðarlestinni. Fann reyndar eina líka lykt á Ingólfstorgi um daginn...get ekki ímyndað mér hvaðan hún kom. Nema búið sé að byggja neðanjarðarlest undir Ingólfstorgi án þess að ég hafi frétt af því.
Tímar kreppu og aðhalds og stýringar í fjármálum landsmanna eru runnir upp, og nú þarf að sýna farseðil í banka áður en maður fær keyptan gjaldeyri. Það er alveg nýtt. Í síðustu utanlandsferð (júlí 2008 til Manchester) vorum ég og Elvar reyndar ansi blönk og sökum slapps gengis kláraðist úttektarheimild á dag í mun færri pundum en við hefðum þurft. Þar áður vorum við í Kína í maí 2008 og þurftum ekkert að spá í peningum. Allt kostaði ekkert og það var bara þanning. En þar áður var svona "eðlileg" utanlandsferð, þ.e.a.s. tónleikaferð til Berlínar áramót 2007-2008 og þá var ekki spáð í öðru en að nota bara debetkort úti, enda gengi krónunnar rétt um hundraðkall og afskaplega eðlilegt bara. Gengi dagsins: 178 krónur per evru. Hugsiði ykkur, þrátt fyrir þetta gengi, að matur, áfengi og tóbak er samt ódýrara í Berlín en á Íslandi......heheheheehe!

Engin ummæli: