Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, júlí 22, 2009

Jæja, ég get nú ekki mikið kvartað yfir veðrinu hér á Íslandi í augnablikinu, því svo virðist að eftir að við komum frá Berlín þann 9. júlí hafi verið þokkalega heitt og oftast sól á hverjum degi. Mjög sátt við 19-21 gráðuna sem hefur verið gegnumgangandi hitastig. Ég er að blogga um veðrið. Hahahaha. Ég er sumarstúlka í dag, samt ekki á sumarstúlkublús. Finn ekki réttu snúruna fyrir myndavélina mína, og heldur ekki hleðslutæki fyrir hleðslubatteríin, hlýtur að vera enn í kassa sem er á mjög góðum stað einhvers staðar. Ætlaði sko að setja þessa fínu sumarstúlkumynd af mér en nú þurfiði bara að sjá hana fyrir ykkur: Er í bleikum, grænum, appelínugulum og hvítum kjól sem Begga gaf mér. Berar axlir, máluð í seventís-stíl (mikið augnmeiköp en mjög ljósar varir), bleikar sokkabuxur, grænir lágir glitrandi skór. Sit á netkaffihúsi og nýt þess að vera í tölvusambandi því við höfum ekki net heima. Það er reyndar ekkert mál að vera netlaus, því þá bara fer maður átómatískt að spila meira á gítar og lesa fleirri bækur. Er einmitt að fara að æfa mig fyrir trúbadoraprógrammið sem ég tek í kirkjunni á Tálknafirði næsta laugardag, á Tálknafjöri. Elvar kemur með en vinnur til 4 á föstudag svo við leggjum bara af stað þá. Elska að vera að fara á stað á Íslandi sem ég hef aldrei komið áður á. Sumarið er góður tími á Íslandi. Ferðalög innanlands eru afar vanmetin.

Engin ummæli: