Það er gaman að vera bæði búin að keyra hringinn og fara um Vestfirði á sama sumrinu. Tálknafjörið stóð undir nafni og ég náði meira að segja að slá persónulegt met í hversu oft ég hef spilað sama sólarhring, en við náðum einmitt 4 mismunandi tónleikum frá tímabilinu 13.00 til 06.00. Fór svo tvisvar í náttúrulaugina Pollinn og mæli eindregið með henni. Svona lítil þyrping af heitum pottum og mjög kósí. Fallegt útsýni og slakandi. Jamm og nú er ég í afslöppun heima. Krassandi ferðasögur verða að bíða betri tíma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli