Leita í þessu bloggi

sunnudagur, ágúst 09, 2009

Ég er búin að gera gjörsamlega ekkert í allan dag og kvöld. Rétt svo að ég klæddi mig í föt, en ég gerði það nú samt. Horfði á síðari hluta Back to the Future (næst: BTTF)3 með Ó og E og svo horfðu ég og Ó á BTTF1 með additional popupinfo. svo fórum við í tölvu í petsociety og clubpenguin og vorum með sjónvarpið á og svo borðuðum við eitthvað kjöt og brauð og snarl og horfðum meir og héngum meir. og horfðum með öðru auga á einhverja hörmulega breska mynd um dráp á bush (eða reyndar ég nennti ekki og las blogg og var á facebook....etc). Jæja, nú er allavega opið út í garð og kemur frískt súrefni inn, ég er nefnilega ekki einu sinni búin að fara út í dag. Planið nú er að spila hættuspil við E og Ó og svo þegar þeir fara að sofa eftir það er ég að spá í að laumast út í næturgöngu. Þarf bara hreinlega hreyfingu og súrefni og úti á nóttunni er líka gaman. já ég er svo löt að ég skammstafa. of löt til að blogga, of löt til að sleppa því. æi, ég skelli mér í smá næturlabbitúr. jájá.

Engin ummæli: