Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, ágúst 13, 2009

Sönnuðum það fyrir sjálfum okkur að okkur finnast M.A.S.H. mjög góðir þættir, þegar við horfðum á nokkra í beit í gær og allt í einu var klukkan orðin 0300, og það var erfitt að hætta. Við nefnilega fundum 2 vhs-spólur á markaðnum í Samkaup, og þær voru teknar upp úr sjónvarpi af e-m og stóð bara M.A.S.H. og M.A.S.H. 4 handskrifað á. Við tókum sénsinn að þetta væri það sem stóð að það væri (en ekki t.d. dýraklám...) og valhoppuðum kát í bragði heim á leið. Merkingin stóðst og restin er saga. Við erum langt komin með fyrri spóluna sem er líklega samt tekin upp á longplay því þættirnir sem við höfum séð skipta tugum. Nú langar mig bara á markaðinn aftur og gramsa og finna tvö týndu systkini okkar vhs-spólna, þ.e.a.s. M.A.S.H. 2 og M.A.S.H. 3. Annars stendur M.A.S.H. fyrir Mobile Army Surgical Hospital!

M.A.S.H. er með sama húmor og Prúðuleikararnir og ég velti fyrir mér hvort handritshöfundar hafi hreinlega verið þeir sömu. Dæmi:

Hawkeye: Nurse!
Lt. Leslie Scorch: Did you call me, Doctor?
Hawkeye: Why should I call you "Doctor?", I'm the surgeon.

Og endalaus önnur snilld, ég eeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeelska M.A.S.H. Og líka Prúðuleikarana.

Engin ummæli: