Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, ágúst 04, 2009
Er á Laugarvatni. Óliver er að jafna sig í fæti eftir að hafa dottið á tjaldhæl í gær. Þar með er fyrsta verslunarmannahelgarslysið hans orðið að veruleika....og hann ekki orðinn átta ára. Vona að hann sé hér með búinn að klára að detta á tjaldhæla. Sporin í fætinum eru 16 eða 17, en allt lítur nokkuð vel út, og við fáum endanlega staðfestinum á morgun en þá kíkir læknir aftur á þetta. Annars er pilturinn ofur-hress og finnst bara leiðinglegt að mega ekki stíga í fótinn. Sem betur fer er mígandi rigning úti. Ég ætla samt að kíkja í gufu hér á eftir og það verður eins æðislegt og alltaf. Verkefni dagsins: kíkja á school for dogs með óliver, á pet society með óliver og tjilla.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli