Mikið óskaplega er mikið skemmtilegt að gerast þessa dagana.Ég er bara í endalausum ævintýraheimi. Í gær hékk ég og tjillaði með Berglindi og það var ljúft og gaman. Fór svo heim og hlustaði á The Chain með Fleetwood Mac, og partýkrassaði svo stelpupartý með Alexöndru. Áður höfðum við villst í Mosfellsbæ, en ennþá fyrr fór ég í Þjóðarbókhlöðuna og tók fullt af bókum um verufræði og tilvistarspeki. Í dag vaknaði ég dáldið ringluð í hausnum en ákvað að vera dugleg og skella mér á food not bombs í bæinn. Þaðan lá leið á leyniplötumarkað þar sem ég fékk nær ófáanlega þýska plötu á 500-kall, en hún var líka bara í nærbuxum, engum öðrum fötum. Haus der Luege er þó alveg þess virði að eiga bara á nærbuxunum enda eru það rákirnar í plastinu sem skipta máli, ekki útlitið. Og hvað veit maður, kannski rekur tómt albúm án plötu á fjörur mínar seinna. Nú erum við á leið í sund og gufu og síðar ætla ég á Heimapúkann, sem er verslunarmannahelgarhátíðin sem mamma mín er að halda nú um helgina. Þar verður hægt að borða hvítlaukslamb og horfa á Popppunkt á vodinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli