Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, ágúst 25, 2009
Óliver orðinn skólastrákur á ný, ég er að bíða eftir honum (ca.hálftími í viðbót) til að heyra frá fyrsta skóladeginum. Myllubakkaskóli bara eina stutta gönguferð í gegn um garð í burtu héðan, svo jafnvel þótt rigni verður maður ekkert hundblautur. En taskan var stór, maður, miðað við strákinn. Hún hefur þó altjént ekkert stækkað frá því í fyrra, en það hefur pilturinn. Það eru bara smá tregðulögmál sem ég þarf að leysa áður en ég er búin að ganga frá öllu. Til dæmis er ég ekki búin að fá staðsetningarímeil frá bankanum um að námslánin mín séu klöppuð og klár. Hins vegar fæ ég rukkun um endurgreiðslu á eldri námslánum fyrir sept/okt/nóv/des og ég myndi nú halda að með rúman hundrað þúsund kall á mánuði í lán frá L.Í.N. myndu þeir sjá í hendi sér að erfitt sé að greiða tæpan tuttugu þúsund á mánuði aftur til þeirra. Ef til vill er þetta bara tölvuklikk og ég þarf bara að fara á staðinn og kippa þessu í liðinn. Sem ég er svo sannarlega á leiðinni að fara að gera. Banki-L.Í.N., L.Í.N.-Banki. Svo hef ég erindi í þjóðarbókhlöðu, en að lokum ætla ég að reyna að næla mér í pláss í prufutíma í hitajóga, eða svokölluðu "hot yoga" þar sem maður gerir jógaæfingar í gufubaði. Ég og Begga að svitna! Vonandi komumst við inn, ætlum sko að mæta klukkutíma fyrr og fá pláss og fá okkur svo bara kaffi og koma aftur. Svo er ég bara alveg að fara að vera skólastelpa. Kynningarfundur á föstudag, kennsla hefst á mánudag. Netið er komið í húsið okkar, yey. Hvað fleirra í fréttum? Ég hjólaði 3 korter í ausandi rigningu í gærkvöldi og fór svo í jasmínuolíubað. Hjólaði m.a. upp og niður Hafnargötuna þegar ég var orðin alveg gegndrepa og leit all-verulega út eins og geðsjúklingurinn sem ég er á innra borðinu. Það hægðu allir bílar á sér og einn flautaði. Gaman að því. Rúnturinn rúlar, hahahhaha.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli