Leita í þessu bloggi

föstudagur, ágúst 21, 2009

Var að koma úr ótrúlegri hjólaferð frá Duus-húsi að ytri-njarðvíkurhöfn og til baka. Á meðan hlustaði ég á hinn verulega einstaka safndisk "Túss" sem DJ-ASS tók upp fyrir mig. Verulega hjólahvetjandi diskur. Veit ekki hvað helmingurinn er, og hinn helmingurinn er snilld sem ég hef ekki heyrt lengi, eða var búin að gjörsamlega gleyma. Verð að minnast á hvað þessi hjólastígur meðfram ströndinni er gjörsamlega æðislegur. Að hjóla fram hjá einum vita og tveimur höfnum og fullt af sjó og fuglum og bátum og gömlum sjóurum og verkstæðum er svo rosalega rosalega rosalega gaman!
Í kvöld: Popppunktur! Yes.

Engin ummæli: