Leita í þessu bloggi

mánudagur, ágúst 17, 2009

Sofnaði yfir M.A.S.H. sem var mjög gott. Vaknaði með bakverk sem var ekki eins gott. Spurning um að reyna að sofa meira og dreyma M.A.S.H. og biðja þá að lækna bakverkinn. Er á leið í útréttingaferð. Ég þarf að rétta út bækur til bókasafnsvarða, seðla til stórmarkaðsagreiðslumanna og jafnvel seðla til bensínafgreiðslufólks líka. Svo þarf ég bara að rétta út hjálparhönd og drekka kaffi með vinkonu minni, en áður þarf ég að greiða úr/ekki rétta úr málum hjá L.Í.N. og komast að því hvar Kaupthing glopraði niður debetkortinu mínu sem er týnt. Að lokum: Syngja fyrir Ruddann. Adios!

Engin ummæli: