Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, september 02, 2009
Er byrjuð að læra á píanó. Veit núna hvernig C-dúr, F-dúr og G-sjöund gripin líta út og get tekið þau til skiptis og spilað með hægri hendi laglínurnar í "Gamli Nói", "Signir sól", og "oh, when the saints go marching in". Nokkuð gott á hálftíma. Verð orðin geðveik næsta vor. Er að fara að kaupa fyrstu píanóbókina á morgun, úff hlakka svo til. Ætla þá að æfa brotna hljóma fyrir næsta þriðjudag. Svo eru bara 2 dagar í hljómleika á Grandrokki með Dr. Gunna og Hellvar að fara að æfa nú í kvöld. Missi því miður af GCD-gigginu á föstudag þegar ég er sjálf að spila, en Júlli kemur í stað föður síns og spilar bæði á bassa og syngur. Hefði alveg innilega viljað sjá það, en bara vona að það verði endurtekið. Svona er þetta stundum: Það gerist lítið í viku og svo 10 hlutir á sama tíma. Annars verður áreiðanlega gaman að þvælast eitthvað á ljósanótt. Veit allavega um einn fatamarkað sem ég ætla að mæta á á laugardaginn, og svo er Guðmundur Rúnar Lúðvíksson mynd- og tónlistamaður með bragga gerðan úr ljósgeislum og vatni (býr til prismu held ég) og tónlistarflutning með 40 manna hljómsveit með sígaunasniði, frumsamin tónlist. Held það verði mjög gott. Svo pantaði ég 5 bækur á breska Amazon í gær, allar um Heidegger og japanska heimspeki sem hann hafði áhrif á eða hafði áhrif á hann. Verrrrrrí nææs. Mastera þetta bara og svo get ég íhugað að taka doktorinn í Japan seinna í lífinu, þegar tíminn er réttur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli