Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, september 08, 2009

Er ekki magnað hvað það er auðvelt að vakna ef maður bara drullar sér í rúmið uppúr 10 á kvöldin? Var svo gjörsamlega tryllt búin á því eftir Hotyoga í gærkvöldi í framhaldi af tveimur heimspekikúrsum og vinnu að einu verkefni að ég gat varla gengið, hvað þá keyrt bíl til Keflavíkur. Í framhaldinu hélt ég í augnabliks örvinglun að ég hefði orðið fyrir því óláni að aftur væri búið að stela seðlaveskinu mínu (því var sko stolið síðustu verslunarmannahelgi, upp úr handtöskunni minni....). Ég er ný-búin að fá mér nýtt debetkort og bókasafnskort og sundmiða og rútumiða núna svo ég fékk bara tárin í augun yfir óréttlæti heimsins, og við það gengur Grímur Atlason inn í líkamsræktarstöðina og brosir kumpánlega og segir: Hæ, er ekki allt gott að frétta? og ég bara: Nei, ég er bara alveg að fara að gráta.....
Hversu mikið er nú hægt að hlægja að þessu eftirá? En allavega, veskið fannst á gólfinu í bílnum mínum og hafði því dottið úr töskunni og aldrei komið með mér inn úr bílnum. Ég ætla hinsvegar að læra af þessu og taka með mér hengilás til að læsa skápnum mínum næsta miðvikudag, því ekki vill ég missa nýendurnýjað seðlaveski með öllu tilheyrandi. Þetta var nú gærdagurinn og kvöldið hjá mér, og mikið var gott að skreiðast uppí rúm, safe and sound, leggjast á koddann og rotast eftir öll þessi ósköp.

Engin ummæli: