Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, október 07, 2009
Er að reyna að eiga dag þar sem ég geri bara það sem mig langar að gera en geri það sem þarf að gera. Þannig fékk ég mér góðan morgunsjeik í morgun og knúsaði elvar í sófanum og lagði því aðeins of seint af stað til að taka rútuna (út af knúsinu) og missti af henni. en það var í lagi því ég fékk far með pabba í bæinn sem var miklu betra og upp að dyrum þjóðarbókhlöðu. fyrst langaði mig að lesa bara film as film-bókina og gerði það, en svo varð ég sybbin og las því eina grein og svo aftur í film as film. svo varð ég verulega sybbin þannig að ég lagði mig bara!!! svaf í svona klukkutíma og vaknaði endurnærð og fór aðeins á netið og langaði að blogga svo ég gerði það. nú langar mig að lesa aðeins meira og fara svo og labba niður í bæ. langar í kaffi og eftirmiðdagshressingu. gott að reyna að gera bara það sem mann langar, þá er maður svo mikið í núinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli