Leita í þessu bloggi

laugardagur, október 10, 2009

Safn víkinganna er mjög fagurt í dag. sit við gluggann sem snýr út að hafinu og horfi á öldurnar hvissast um allt. heyri brak í skipi og líka í húsinu sjálfu. brak og vindhljóð og þetta dásamlega fagra útsýni er alveg að gera daginn minn fullkominn. fáir gestir í dag, en ef þú lest þetta og langar í góða víkingastemmningu með náttúruskoðun í baksætinu er opið hjá mér til sex í dag, og á morgun frá ellefu til sex. það er ótrúlega gaman að sitja hér og lesa heimspeki og svo þegar ég þarf andpásu kíki ég bara út um risaglugga og mér líður eins og ég sitji bara í fjörunni. fjör í fjörunni. er ekki til eitthvað lag sem heitir það? Ætla að gúggla, andartak.......svei mér þá, ég held það sé bara ekki til....það verður að semja þetta lag, alveg klárt mál. verkefni kvöldsins: horfa á vídeó m. óliver og svo m. elvari og semja fjör í fjörunni, helst á píanó, því þá get ég æft mig á það í leiðinni. á sko að æfa KK-lag heima og halda áfram með eitt bob dylan-lag. Oh, the joy of it all!!!!!!

Engin ummæli: