Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, nóvember 03, 2009

Flensan yfirgefið mannskapinn að mestu leyti í bili og ég því á haus að reyna að vinna upp ólesinn lestur. Með natni og útsjónarsemi ætti það að hefjast, en verst að vita varla hvar maður á að byrja, því textarnir hafa bara staflast upp. líklega best að loka bara augunum og draga einn. Er búin að mæta í skólann í gær og leið eins og nýútsprungnum unga úr eggi eftir að hafa legið í rúmi eða sófa í tæpa viku. keypti naglalakk og varalit í tiger og var í gulum buxum og gekk laugaveginn flautandi og allt. fór líka í nýju mál og menningu á sama gamla staðnum og þar á annarri hæðinni er LOKSINS kominn Súfistinn aftur, með sitt gamla góða tertutilboð (tertusneið og kaffi að eigin vali: 780 kr.!!). Það verður að teljast rosalega gott tilboð í dag. Reyndar getur maður ekki valið um tertusneið, heldur bara þær sneiðar sem eru stakar í það og það skipti. Ég hitti á eina apríkósutertusneið, sem fær fullt hús ásamt soja-latteinu sem ég draup á með.
Dreymdi Megas í fyrra-dag og nú geta draumráðningafuglar spreytt sig:
Ég var á myndlistarsýningu og þurfti að komast á klósett, og var bent í átt að því. Það var upptekið og ég þurfti því að bíða. Viti menn, út kom Megas og kastaði á mig kveðju. Ég fer inn, en hefur þá karlinn ekki skilið eftir RISAstóran kúk í klósettinu, sem ég sturta niður. Sest sjálf, og kemur þá ekki bara næstum sama RISAstærðin af kúki líka.......

Hahahhahahha! Ókey, kúkur er fyrir peningum, en hvað? Á ég þá að syngja dúett með Megasi?

Engin ummæli: