Já nú er Rob að lenda á morgun, og það verður gaman. Ég í safni víkinga í dag og á morgun. Í kvöld ætla ég að skella mér á svokallað "þögult diskó" með Alexöndru og Hildi, en það fer þannig fram að allir mæta með sína tónlist í eyrunum og svo bara einn tveir og dansa, og allir dansa saman. Er enn tvístígandi um hvort ég eigi að hafa pönk eða teknó. Bæði gott til að dansa við. Kannski tek ég bara bæði með. Náði að fara á tvennt spennó í vikunni, fyrir utan auðvitað allt sem ég gerði spennó í skólanum. En ég fór semsé á sýningu Egils Sæbjörnssonar í sölum B og C í Hafnarhúsinu. 50 þúsund stjörnur alveg (af 5 mögulegum). Frábær sýning, og ætla aftur, helst með Elvari núna. Fór svo á lokasýningu á nokkrum stuttmyndum, hluta af Sequences, sem sýnt var í Regnboganum. Þar voru nokkrar eftir Curver (fallegar smámyndir úr daglegu lífi í New York), samvinna 16 íslenskra og pólskra myndlistarmanna (soldið langdregin og óafslöppuð, en allt í lagi), Gjörningaklúbburinn í Garðskagavita í sumar, (mjög flott og vinnur gífurlega á, var að hugsa um hana bara í morgun síðast, og lúðrasveitin Svanur spilar Brennið þið vitar snilldarlega), og heimildarmynd um þegar skemmtistaðurinn Sirkus var fluttur í bútum og settur upp aftur á Tate Modern í London, sem hluti af einhverri sýningu.
OK, Sirkus-myndin....VÁ! Ég meina, þetta er stórkostlegt listaverk. Íslenskur bar settur upp á safni í London, complete with fastakúnnar og allt. Svo urðu allir safngestir sem hættu sér inn á þennan íslenska bar hífaðir og þeim leið eins og það væri mið nótt í Reykjavík og brjálaðir tónleikar í gangi (Ghostigital, Begga mín að flytja lagið "Gangsterrappari" etc...). Þá er bara komið að lokun safnsins og vörðurinn að rýma...klukkan kannski fimm eða sex að degi til. Ef einhvern tímann hefur verið gert vel heppnað listaverk sem fjallar um heim inni í heimi þá er það þetta. Og mikið afskaplega var þetta góð mynd um verkið. Stemmningin komst alveg til skila og súrrealisminn í verkinu öllu saman.
Í kvöld, áður en þögla diskótekið hefst, ætla ég svo að taka þátt í enn einum Sequences-viðburðinum. Það kemur bíll og pikkar mig upp og ég fer í sirka korters rúnt með honum, en þá er verið að sýna vídeóverk eftir Pál Hauk Björnsson sem heitir
"This dumb region of the heart" á tveimur skjám inni í bílnum, afturí. Veit ekkert meir um þetta og er mjög spennt. Report á morgun!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli