Leita í þessu bloggi
mánudagur, desember 14, 2009
Ný vika, ný verkefni. Á soldið mikið eftir að gera síðustu ritgerðina, þessa sem ég ætlaði að skila í dag. En helgin fór í "Gullfoss og Geysi", og þá var Geysir mjög öflugur, en Gullfoss lét aðeins á sér kræla líka. Pestina fékk ég frá Óliver sem var með hana frá fim.kvöldi til laugard. en ég var með hana frá laugard. til sunnudagskv. Er sem sagt að skríða saman núna, og er enn illt í maga....en....fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Ég léttist um 2 kíló, og mátti það alveg. Þetta var svona í kjólinn fyrir jólin-veiki...hmmmm. Allavega, þarf að finna sálarró í mér til að fá einbeitingu fyrir síðustu ritgerðina. Var byrjuð að handskrifa inngang og e-ð þegar allt dundi á, en nú er að duga eða drepast. Því fyrr því betra út af námslánunum. Já, henda sér í gang. Bretta upp ermar. Einn, tveir, áfram gakk. Kraftur úr sjötíu hundasúrum handa mér. Jabadabadú!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli