Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, janúar 06, 2010

Fann þessa uppskrift á netinu, átti allt í hana...og banana og pecanhnetur ásamt svettu af agave-sýrópi ofaná. Þetta var nákvæmlega ekkert mál, það er að segja ef maður á grunngræjurnar. Þarna kom kaffikvörnin (sem ég nota aldrei í kaffi heldur til að mala hnetur eða núna hörfræ) algjörlega að notum. Ég malaði sem sé 2 bolla af hörfræjum (Flax-seeds) og setti kókoshnetuolíu, agave-sýróp, vatn og salt útí skál ásamt mjölinu. Hrærði með sleif. Held að vatnið hafi verið aðeins minna en í uppskriftinni, bara setja það hægt útí þar til komið er "deig". Því er svo smurt á disk, og útá sett það sem hugurinn girnist, bananar og hnetur í mínu tilfelli. Hugsa að þetta sé guðdómlegt með berjum, blá- eða jarðar-. Eða með ferskjum næsta sumar....mmmmm. En allavega, suxxxxxxesssss. Óliver og Helgi fengu sér með mér, og okkur líkaði öllum vel við.

COCONUT BREAKFAST CAKES

2 cups whole flax seeds or 3 cups flax seed meal
2 Tbsp. liquid coconut oil
1/2 cup agave or maple syrup
1/2 tsp. sea salt
1/4 cup water

Engin ummæli: