Leita í þessu bloggi
fimmtudagur, febrúar 04, 2010
Er soldið að reyna að koma mér í lærugír. Furðulegt hvað einbeiting er ekki hægt að gera ráð fyrir. Fyrir áramót bara var hún, núna kemur hún og fer ófyrirsjáanlega. Hjólaði í gær, það gerði mér gott. Er að spá í að reyna að fara í göngutúr í kvöld til að sofna fyrr, og vakna hressari. Finnst eins og ef ég geti notað morgnana til að læra þá nýtist tíminn betur. Gott að geta tekið sér hádegishlé og komið svo aftur að textanum, þá klárast þetta allt. Eins og þið sjáið veit ég alveg hvað ég þarf að gera, ég bara get ekki alveg gert það eins vel og ég get lýst því. Febrúarkuldinn o.s.frv. Ekki að mér sé kalt í góðum hlýum fötum. Þetta er allt spurning bara um að harka af sér, og elska sængina sína aðeins minna. Eða elska hana nóg til að skríða undir hana löngu fyrir miðnætti.....ooooog ég held ég sé farin að hugsa of mikið. Nú bara hætti ég að hugsa í dag.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli