Leita í þessu bloggi

mánudagur, febrúar 01, 2010

Skrýtið, mánudagar eru einu dagarnir sem ég þarf að mæta í skólann, og það er alltaf eitthvað sem er að gera að verkum að ég kemst ekki eða eitthvað. Fyrir viku: afmælið mitt og plan og stöff í kring um það. Í dag: Fór til ofnæmislæknis sem greindi testið sem ég fór í: Er eins og ég var hræddust um, með ofnæmi fyrir svörtum hárlit!!!!!!!!!!!!! Hvað á nú gotharinn að gera? Það er ónýtt að vera með hið hversdagslega skollitaða hár mitt. Það er mest af efninu PPD (eða PPT man það ekki alveg) í svörtum hárlit, og svo minna eftir því sem liturinn er ljósari. Þetta efni er meira að segja í dökkum hennalitum, og náttúrulitum sem eru án ammóníaks og alls hins ógeðsins. En hvað, á ég að vera ljóshærð þá? Nenni ekki stuttu, nenni ekki sköllóttu. Langar í attitjúd. Verð að setjast niður með stílista bara og spá og spekúlera. Furðulegt, finnst vera dauf ælulykt af öllu, aðallega höndunum á mér. Enginn annar finnur þetta, og ég þarf varla að taka fram að enginn hefur ælt neins staðar, hvorki heima hjá okkur eða á hendurnar á mér......

Engin ummæli: